GEN 1.3 KOMA, MILLILENDING OG BROTTFLUG FARÞEGA OG ÁHAFNAR

 

GEN 1.3.1 Tolleftirlit

Keflavíkurflugvöllur er aðaltollhöfn. Á öðrum landamærastöðvum eru tollyfirvöld kölluð út.
Ekki má afhlaða loftfar, né hleypa farþegum og áhöfn frá borði áður en tolleftirlitsmenn koma. Við brottför loftfars til erlendra ríkja má ekki hlaða loftfar né hleypa farþegum og áhöfn um borð fyrr en leyfi tollyfirvalda liggur fyrir.
Allir farþegar og áhöfn - að frátöldum viðkomufarþegum - þurfa að gangast undir hefðbundið tolleftirlit við komu.
Farangur og aðrir hlutir sem farþegar og áhöfn flytja inn skulu sýndir sé þess krafist. Á þeim stöðum þar sem tollur hefur sett upp tvær stöðvar (rauða og græna) fyrir komu farþega, skulu farþegar sem hafa varning fram yfir þá upphæð sem leyfileg er til innflutnings tollfrjálsvarnings tilkynna við tolleftirlit við rauðu tollstöðina „tollskyldur varningur“. Aðrir farþegar skulu fara í tolleftirlit gegnum grænu stöðina merkta „Ekkert tollskylt“. Þeir farþegar sem velja grænu stöðina teljast hafa lýst því yfir við tolleftirlit að þeir hafi ekkert tollskylt meðferðis þegar þeir ganga yfir línuna merkta tolleftirlit. Heimilt er að viðhafa tolleftirlit við brottför.

GEN 1.3.2 Vegabréfaeftirlit

GEN 1.3.2.1 Farþegar

Allir farþegar skulu undirgangast vegabréfaeftirlit eftir að stigið er úr loftfari. Meginreglan er sú að ekki er vegabréfaeftirlit milli innri landamæra Schengen. Heimilt er að taka upp vegabréfaeftirlit við komu og brottför um takmarkaðan tíma vegna allsherjarreglu eða þjóðaröryggis.

GEN 1.3.2.2 Áhöfn

Ákvæði 1.3.2.1 gildir einnig um áhafnarmeðlimi flugrekenda sem fljúga til og frá Íslandi.

GEN 1.3.2.3 Vegabréf

Útlendingar sem koma til landsins skulu hafa vegabréf. Kennivottorð ýmissa ríkja eru viðurkennd við komu til Íslands.
Ríkisborgarar ríkja sem aðilar eru að Schengen eru ekki skyldugir til að hafa vegabréf við komu til Íslands beint frá öðru Schengen landi. Vegabréfs er krafist frá ríkisborgurum ríkja sem ekki eru aðilar að Schengen sem koma til Íslands beint frá sérhverju öðru landi. Vegabréfaeftirlit er viðhaft við brottför til landa utan Schengen.
Frekari upplýsingar um kröfur til vegabréfa, kennivottorða og vegabréfsáritana má fá hjá:
  Útlendingastofnun
Dalvegi 18
201 Kópavogi, Ísland
Sími: +354 444 0900
Símbréf: +354 510 5405
Netfang: utl@utl.is
Veffang: http://www.utl.is
Opnunartímar: Mán.-fim.: 09:00 - 14:00
Fös.:         09:00 – 12:00.
Bakvakt: +354 892 1090

GEN 1.3.2.4 Vegabréfsáritun

Útlendingar sem koma til landsins skulu hafa vegabréfsáritun. Undanþegnir eru:
  1. útlendingar sem hafa dvalarleyfi gefið út af ríki sem tekur þátt í Schengen samstarfinu. Sama á við um útlending sem hefur bráðabirgðadvalarleyfi gefið út af þátttökuríki í samstarfinu, enda hafi hann auk þess ferðaskilríki gefið út af sama ríki.
  2. ríkisborgarar Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar og annarra ríkja eins og ákveðið er af innanríkisráðherra á hverjum tíma. Upplýsingar um skyldu til vegabréfsáritunar má fá hjá Útlendingastofnun.
Sérreglur gilda um útlendinga sem falla undir EES- samninginn.

GEN 1.3.3 Kröfur um heilbrigði

Almenna reglan er sú að ekki er krafist bólusetningarvottorðs.
Undir venjulegum kringumstæðum eru ekki gerðar heilbrigðisskoðanir við brottför.