ENR 1.9 FLÆÐISSTJÓRN FLUGUMFERÐARÞJÓNUSTU OG SKIPULAG LOFTRÝMIS

 
(Reglugerð 787/2010, ICAO viðauki 9, ICAO viðauki 11, ICAO PANS ATM (DOC 4444)).

ENR 1.9.1 Almennt

Flæðisstjórnun flugumferðar er þjónusta sem er veitt með það að markmiði að stuðla að öruggu, skipulegu og hröðu flæði flugumferðar með því að tryggja að geta flugumferðarstjórnar sé nýtt til hins ýtrasta og að umfang flugumferðar sé í samræmi við getuna sem viðeigandi þjónustuveitendur flugumferðar hafa gefið upp.

ENR 1.9.2 Skipulögðu ferlarnir

(ICAO NAT DOC 007)
Vegna þarfa farþega, tímamismunar og hávaðavarna flýgur mest af flugumferð í gegnum úthafssvæði íslenska flugstjórnarsvæðisins í tveimur bylgjum, annars vegar flug á vestlægri stefnu frá Evrópu að morgni, hins vegar flug á austlægri stefnu sem fer frá norður Ameríku að kvöldi. Til að nýta loftrýmið sem best eru ekki gerðar kröfur um flughæðar tengt flugátt heldur er flæðið, sem fer yfir 30 vestur í hámarki á vesturleið milli 1130 UTC og 1900 UTC og hámarki á austurleið yfir 30 vestur milli klukkan 0100 UTC og 0800 UTC.

ENR 1.9.2.1 Almennt

Aðskildir ferlar eru gefnir út innan hæðarbandsins (FL310 - 400) daglega fyrir austlæga og vestlæga flæðið. Þessir ferlar eru kallaðir Organised Track System eða OTS.

ENR 1.9.2.2 Notkun OTS ferlanna

Ekki er skilda að nota OTS ferlana. Flugvélar mega fljúga á handahófskenndum ferlum sem eru alfarið utan OTS eða hvaða feril sem er sem kemur saman við eða fer út af OTS ferlunum. Það er heldur ekkert sem kemur í veg fyrir að áætla feril sem fer í gegnum OTS ferlana. Hins vegar, í því tilfelli, má búast við því að, þó svo ATC geri allt sem hægt er til að gefa heimildir í gegnum OTS ferlana í útgefnum flughæðum, er líklegt að búast megi við breytingu á ferlum eða að nauðsynlegt verði að gera miklar breytingar á flughæðum frá því sem áætlað var.

ENR 1.9.2.3 Úthlutun flughæða

(ICAO NAT Doc 007)
Samningur hefur verið gerður við aðila sem veita flugleiðsögusvæði innan NAT svæðisins varðandi notkun flughæða í úthafssvæðinu.
Samkomulagið tekur einnig til notkun flughæða þar sem flugleiðin er að hluta eða öllu leyti utan OTS ferlanna, auk flughæða fyrir flug sem flýgur utan gildistíma OTS.

ENR 1.9.3 Brottflug frá Íslandi til Evrópu

Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík vinnur í samstarfi við Network Manager Operations Centre (NMOC) varðandi skipulag flugs milli Íslands og Evrópu.
Flæðistjórnun er beitt:
 1. Þegar fyrirséð er að fjöldi flugvéla mun fara yfir skilgreinda afkastagetu flugumferðarþjónustunnar;
 2. Vegna óvissuástands;
 3. Vegna meiriháttar bilunar í tækjabúnaði.

ENR 1.9.3.1 Ábyrgð NMOC

Ábyrgð NMOC:
 1. Úthluta skipulögðum brottfarartímum fyrir flugvélar frá Íslandi á leið inn í EUR svæðið;
 2. Tryggja að flæðistjórnun sé beitt á skilvirkan og sanngjarnan hátt.
NMOC notar starfshætti, sem kynntir eru í skjölum NMOC. Þessir starfshættir hafa, sama vægi og aðrir starfshættir sem birtir eru í þessari handbók.

ENR 1.9.3.2 Ábyrgð flugumferðarþjónustu

Staða flæðisstjóra hefur verið skilgreind innan flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík. Hlutverk flæðisstjóra er að:
 1. Ákvarða breytingar á flæði umferðar;
 2. Eiga samráð við NMOC, aðliggjandi svæði/deildir og aðra eins og við á hverju sinni.
Flugumferðarþjónusta á flugvöllum á Íslandi mun:
 1. Tryggja að flugvélar fylgi úthlutuðum brottfarartímum sem gefnir hafa verið út;
 2. Eiga samráð við flæðisstjórn ef flugmaður óskar eftir breytingum stuttu fyrir flugtak.

ENR 1.9.3.3 Skyldur flugrekstraraðila

Flugrekstraraðilar skulu kynna sér og fylgja:
 1. Almennum reglum flæðisstjórnunar, þar með talið flugáætlanagerð og reglum um skeyti;
 2. Flæðisstjórnun í gildi hverju sinni

ENR 1.9.3.4 Brottfarir frá Íslandi sem fara inn í EUR svæðið

Brottfarir frá Íslandi inn í EUR svæðið fá úthlutað brottfarartíma frá NMOC. Flug sem hafa lagt inn flugáætlun með flugleið inn í svæði eða á flugvöll með takmörkunum sem NMOC hefur umsjón með, munu fá skilgreindan brottfarartíma (CTOT) sendan með skeyti (SAM).
Reglur um flugáætlanir fyrir flug frá Íslandi inn í EUR svæðið eru:
 1. Flugrekstraraðilar sem leggja inn flugáætlun fyrir flug inn í svæðið sem NMOC flæðisstýrir skulu leggja inn flugáætlun að minnsta kosti 3 tímum fyrir áætlaðan hlaðfartíma;
 2. Flugrekstraraðilar ættu að vera meðvitaðar um að ef flugáætlun er lögð inn of seint gæti það leitt til meiri tafa en ella;
 3. Reglur um flugáætlanir innan NMOC svæðisins eru í leiðbeiningarhefti NMOC sem hægt er að nálgast í bókasafni Eurocontrol eða á netsíðu NMOC (sjá ENR 1.9.3.6);
 4. Mikilvægt er að áætlaður hlaðfartími sé eins nákvæmur og hægt er. Evrópu reglur gera kröfu um að flug sem fer, kemur eða flýgur yfir Evrópu og er meira en +/- 15 mínútum frá áætluðum hlaðfarartíma skuli tilkynna breytinguna til NMOC.
Það er ávallt hagur flugrekenda sjálfra að veita sem réttastar upplýsingar um sín flug til að fyrirbyggja óþarfa tafir. Síðbúnar breytingar auka til muna líkur á töfum.
Rétt notkun STS/ATFMEXEMPTAPPROVED mun tryggja að samþykkt flug lenda ekki í óþarfa töf.

ENR 1.9.3.5 ATFM Handbækur

Sjá texta á ensku.Nákvæmir starfshættir NMOC eru gefnir út í handbók NMOC, sem hægt er að sækja í bókasafn Eurocontrol eða á vefsíðu NMOC (sjá ENR 1.9.3.6).
Upplýsingar og ráð um flæðisstjórnun innan íslenska flugstjórnarsvæðisins, þar með taldar breytingar á síðustu stundu, má fá hjá flæðisstjórn í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík.

ENR 1.9.3.6 Tengiliðir

ENR 1.9.3.6.1 Skjalasafn Eurocontrol

Vefsíða skjalasafns Eurocontol:
Hægt er að hafa samband í gegnum svæði merkt Contact us á NMOC síðunni.

ENR 1.9.3.6.2 Rekstrarstöð netstjóra

Upplýsingar um tengiliði er að finna á vefsíðu

ENR 1.9.3.6.3 Flæðisstjórn Reykjavík (FMP) OACC

Telephone / Sími: + 354 424 4240
Email / Netfang: atc@isavia.is

ENR 1.9.4 Umferð um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll

Gefnir eru út reglur um flugferla fyrir flugumferð til og frá Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli og lýst í AIP ENR 1.8.3.1.3.7.

ENR 1.9.5 Stjórnun loftrýmis

(Reglugerð 1045/2007).
Sveigjanleg notkun loftrýmis er unnin í samræmi við Samkomulag um fyrirkomulag á stjórnun og sveigjanlegri notkun loftrýmis milli Samgöngustofu (SGS), Isavia og Landhelgisgæslu Íslands.

ENR 1.9.5.1 Stjórnun loftrýmis á skipulagsstigi (1. stigi)

Samgöngustofa ber ábyrgð á stjórnun loftrýmis á skipulagsstigi 1.
Samgöngustofa ákvarðar skipulag loftrýmis og veitir notendum aðgang að því.

ENR 1.9.5.2 Stjórnun loftrýmis á forlausnastigi (2. stigi) og úrlausnastigi (3. stigi)

Í umboði Samgöngustofu (SGS) fer Isavia sem tilnefndur veitandi flugumferðarþjónustu með forlausna- og úrlausnastig stjórnunar loftrýmis.
Isavia afhendir loftrými innan fyrirfram skilgreindra og frátekinna svæða eða annarra svæða sem Isavia hefur undir stjórn sinni. Hefur samráð við viðeigandi aðila. Þó er aldrei heimilt að úthluta loftrými, fyrir herflug, í lægri hæðum en í fluglagi 150 (15000 fet) yfir Íslandi, nema með sérstöku samþykki SGS.