ENR 1.13 ÓLÖGMÆT AFSKIPTI

 

ENR 1.13.1 Almennt

Loftfar, sem verður fyrir ólögmætum afskiptum, skal leitast við að tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild um slíkt, sérhver mikilsverð atriði er málið varða og sérhver þau frávik frá gildandi flugáætlun sem nauðsynleg reynast með hliðsjón af aðstæðum, þannig að flugumferðarþjónustu- deildin geti veitt loftfarinu forgangsþjónustu og dregið úr möguleikum á árekstri við önnur loftför.

ENR 1.13.2 Aðferðir

ENR 1.13.2.1 .

Ef loftfar verður fyrir ólögmætum afskiptum skal flugstjóri reyna lendingu eins fljótt og kostur er á næsta hentuga flugvelli nema aðstæður um borð í loftfarinu leiði til annars. Ef flugstjóri getur ekki flogið að flugvelli eins og lýst er hér að ofan skal hann leitast við að halda áfram flugi sínu eftir heimiluðum ferli og fluglagi a.m.k. þangað til hann getur tilkynnt ATS-deild eða er kominn inn í kögunardrægi.

ENR 1.13.2.2 .

Þegar loftfar hefur orðið fyrir ólögmætum afskiptum verður að víkja frá heimiluðum ferli eða úr heimilaðri hæð án þess að geta haft talsamband við ATS skal flugstjórinn hvenær sem mögulegt er:
  1. reyna að útvarpa aðvörunum á VHF-neyðartíðni og öðrum viðeigandi tíðnum, nema aðstæður um borð krefjist annars. Annan búnað svo sem ratsjársvara, gagnarásir o.s.frv. ætti einnig að nota þegar slíkt er vænlegra til árangurs og kringumstæður leyfa; og
  1. halda áfram í hæð, sem er mitt á milli þeirra hæða, sem jafnan eru notaðar í blindflugi í svæðinu, þ.e. jöfnu þúsundi, sé flogið hærra en í FL 410, en hálfu þúsundi sé flogið lægra en í FL 410.
  1. ef engar viðeigandi svæðisreglur hafa verið gefnar út, halda áfram í lagi sem er mitt á milli þeirra farflugslaga sem jafnan eru notuð í blindflugi, þ.e.:
    1. 500 fet (150 m) í svæði þar sem 1.000 feta (300 m) hæðaraðskilnaði er beitt, eða
    2. 1.000 fet (300 m) í svæði þar sem 2.000 feta (600 m) hæðaraðskilnaði er beitt.