ENR 1.10 FLUGÁÆTLANIR

 

ENR 1.10.1 Inngangur

Ísland er þátttökuríki í notkun á fluggagnavinnslukerfi, IFPS, sem er hluti af miðlægum kerfum Eurocontrol. 
IFPS er eini dreifingaraðili blindflugsflugáætlana (IFR) til flugumferðarþjónustueininga þeirra sem saman mynda IFPS svæðið.
IFPS tekur ekki við sjónflugsáætlunum (VFR). (VFR) eða herflugáætlunum (OAT) en vinnur þó GAT hluta blandaðra OAT/GAT flugáætlana og blindflugshluta (IFR) blandaðra flugáætlana (IFR/VFR). 
Isavia ANS sér um vinnslu sjónflugs- og herflugsáætlana. ríkisflugsáætlana.

ENR 1.10.1.1 IFPS

Senda skal allar flugáætlanir og viðeigandi skeyti fyrir flugreglur I, Y og Z, þ.e. öll flug fyrir utan sjónflug, sem ætla að starfrækja sitt flug í íslenska flugstjórnarsvæðinu (Reykjavik CTA) til tveggja IFPS starfseininga, þ.e. Haren (Brussel) og Bretigny (París), sjá ENR 1.11. 
 
Network IFPS Unit Addresses
IFPU1
Haren, Belgium 
IFPU2
Brétigny, France
AFTN EUCHZMFP EUCBZMFP
SITA BRUEP7X PAREP7X
 
Þegar flugáætlanir eru sendar til IFPS skulu flugmenn og flugrekendur uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í Eurocontrol IFPS Users Manual.
Flugmenn og flugrekendur eru ábyrgir fyrir því að leggja inn fullnægjandi flugáætlanir sem og önnur tengd skilaboð. Þar með talið samantekt efnis (líka heimilisföng), nákvæmni og innlögn flugáætlana og tengdra skeyta. Þessir aðilar bera einnig ábyrgð á viðtöku svarskeyta frá IFPS. 
 
Svarskeyti sem IFPS sendir eru eftirfarandi: 
 1. Samþykki flugáætlunar (ACK)
 2. Vísað til handvirkrar vinnslu (MAN)
 3. Höfnun flugáætlunar (REJ)
IFPS ber ábyrgð á því að samþykkja og dreifa IFR/GAT flugáætlunum fyrir flug innan IFPS svæðisins. Sendandi flugáætlunar og annarra tengdra skeyta fær upplýsingar um að vinnsla flugáætlunar eða breytingarskeyta  sé fullnægjandi með ACK skeyti frá IFPS. Flugáætlanir sem ekki er hægt að vinna hjá IFPS eru sendar í leiðréttingarferli hjá IFPS þar sem þeim er breytt handvirkt (MAN). Ef flugáætlun eða tengd skeyti eru leiðrétt handvirkt er sendanda gert tilkynnt um það með „Long ACK“ skeyti. Ef ekki er hægt að leiðrétta skeytið handvirkt þá er sendandi upplýstur (REJ) svo hann geti leiðrétt skeytið. 
Flugáætlun telst ekki frágengin fyrr en að skeyti með samþykki (ACK) hefur borist sendanda. 

ENR 1.10.1.2 Vefgátt - Cronos

Isavia ANS heldur úti vefgátt fyrir sjónflugsáætlanir. Hægt er að leggja inn flugáætlun í gegnum vefgáttina.
Til að nota vefgátt skal sækja um aðgang, sjá nánari upplýsingar á
https://www.isavia.is/fyrirtaekid/c-forflugsupplysingar https://ans.isavia.is/c-forflugsupplysingar  
Ef vefgátt er notuð skal sendandi leita staðfestingar á því að flugáætlunin hafi verið samþykkt.
Svarskeyti sem Cronos sendir eru eftirfarandi: 
 1. Samþykki flugáætlunar (ACK)
 2. Höfnun flugáætlunar (REJ)
Flugáætlun telst ekki frágengin fyrr en að skeyti með samþykki (ACK) hefur borist sendanda.

ENR 1.10.2 Starfshættir við afhendingu flugáætlana

Gerðar skulu flugáætlanir í samræmi við reglugerð 770/2010, áður en framkvæmt er:
 1. flug eða hluti þess, sem njóta skal flugstjórnar- þjónustu,
 2. allt blindflug,
 3. flug yfir landamæri ríkja,
 4. flug sem vill njóta viðbúnaðarþjónustu.
(fyrir viðbótar upplýsingar um flugáætlanir sjá ENR 1.8.3).

ENR 1.10.2.1 Afhendingatími

Flugáætlun skal ekki leggja inn með meiri fyrirvara en 120 klukkustundum fyrir áætlaðan hlaðfaratíma flugsins. Ef flugáætlun er lögð inn meira en 24 klukkustundum fyrir brottför, skal setja dagsetningu í item 18 með forskeytinu DOF/. 
Afhenda skal flugáætlun með eftirfarandi lágmarksfyrirvara: 
 1. Sjónflug (V) í innanlandsflugi;
  1. 30 mínútum fyrir brottför ef lagt er inn í vefgátt eða með AFTN, en 
  2. 60 mínútur ef lagt er inn í síma.
 2. Sjónflug í millilandaflugi (V) skal leggja inn flugáætlun að lágmarki 60 mínútum fyrir áætlaðan hlaðfarartíma.
 3. Blindflug (I, Y og Z) skal leggja inn flugáætlun að lágmarki 60 mínútum fyrir áætlaðan hlaðfarartíma. 
 4. Blindflug (I, Y og Z) sem gæti verið háð flæðisstýringu flugumferðar skal leggja inn flugáætlun að minnsta kosti 3 klukkustundum fyrir áætlaðan hlaðfarartíma.   
 5. Bráðaflug (t.d. björgunarleiðangur eða sjúkraflug), má leggja inn flugáætlun með styttri fyrirvara. Þó skal, ef mögulegt er, leggja inn flugáætlunina minnst 30 mínútum fyrir áætlaðan hlaðfarartíma.

ENR 1.10.2.2 Afhendingastaður

Afhenda skal flugáætlanir í samræmi við ENR 1.11.

ENR 1.10.2.3 Viðbúnaðarþjónusta

Veitt er viðbúnaðarþjónusta vegna loftfars sem: 
 1. nýtur flugstjórnarþjónustu, 
 1. hefur lagt inn flugáætlun eða sem vitað er um af viðkomandi flugumferðarþjónustu að því marki sem það  er gerlegt, athugið þó varðandi sjónflug þá er einungis fylgst með áætluðum lendingartíma á ákvörðunarstað; og
 1. vitað er eða fullvíst er talið að sæti ólögmætum afskiptum
Ef flugmaður vill loka flugáætlun fyrir lendingu skal hann kalla í næstu flugumferðarþjónustudeild og segja: „LOKA PLANI“. Við það lýkur viðbúnaðarþjónustu.

ENR 1.10.2.4 Form og innihald flugáætlana

Flugáætlun skal leggja fram í samræmi við staðlaða flugáætlun ICAO.
Sjá nánar um innihald flugáætlunar ICAO í ENR 1.8.3.

ENR 1.10.2.5 ATS-leiðum fylgt

Hafi hlutaðeigandi flugumferðarþjónustuveitandi ekki heimilað annað eða hlutaðeigandi flugstjórnardeild fyrirskipað annað, skal stjórnað flug, að svo miklu leyti sem því verður við komið:
 1. fara eftir skilgreindri miðlínu leiðarinnar þegar flogið er á ákveðinni ATS-leið, eða
 2. þegar farin er önnur leið skal flogið beint á milli flugleiðsögustöðva eða staða sem ákvarða þá leið.

ENR 1.10.2.5.1 Skiptistaður

Svo framarlega, sem skilyrði greinar 1.10.2.5 eiga ekki við, skal loftfar á hluta ATS leiðar, sem ákveðin er af fjölstefnuvitum (VOR), skipta flugleiðsöguviðtöku frá VOR stöðinni fyrir aftan það á VOR-stöðina framundan, við eða sem næst skiptistaðnum, þar sem hann er tilgreindur.

ENR 1.10.2.5.2 Tilkynningar um frávik

Tilkynna skal hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild frávik frá þeim skilyrðum, sem tilgreind eru í grein 1.10.2.5.

ENR 1.10.2.5.3 Frávik frá gildri flugáætlun

Ef stjórnað flug víkur frá gildandi flugáætlun skal brugðist við á eftirfarandi hátt:
 1. Frávik frá ferli: Ef loftfar hefur farið út af fyrirhuguðum ferli skulu tafarlausar ráðstafanir gerðar til að breyta stefnu þess svo að það komist aftur inn á fyrirhugaðan feril sinn svo fljótt sem gerlegt er.
 2. Frávik frá heimiluðu Mach númeri/sýndum flughraða skal tilkynnt hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild án tafar.
 3. Frávik frá Mach númeri/réttum flughraða: ef Mach númer/réttur flughraði í leiðarflugi breytist um plús eða mínus 10 hnúta eða meira frá gildandi flugáætlun, skal tilkynna það hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild án tafar.
 4. Breyttur áætlaður tími: að undanskildu þegar ADS-C er í notkun í loftrými þar sem ADS-C þjónusta er veitt, ef áætlaður tími við næsta stöðumið, við mörk flugupplýsingasvæðis eða við áætlaðan lendingarstað breytist - hvert af þessu sem fyrst kemur um meira en tvær mínútur frá því sem flugumferðarþjónustu hefur verið tjáð eða um hvern þann tíma, sem hlutaðeigandi veitandi flugumferðarþjónustu eða svæðisbundinn samningur um flugleiðsögu ákveður, þá skal svo fljótt sem verða má tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild breyttan áætlaðan tíma.

ENR 1.10.2.6 Leyfi til sérstaks flugs

Beiðni um leyfi til sérstaks flugs skal senda til Samgöngustofu á netfangið  icetra@icetra.is.

ENR 1.10.3 Kerfi endurtekinna flugáætlana

Kerfi endurtekinna flugáætlana (RPL) innan Reykjavik FIR er ekki notað lengur vegna krafna um einkvæmar upplýsingar sem bundnar eru búnaði loftfara, og gerðar eru kröfur um í flugáætlunum.

ENR 1.10.4 Breytingar á áður útgefnum flugáætlunum

Með hliðsjón af ákvæðum ENR 1.10.2.5 skal tilkynna hlutaðeigandi flugumferðarþjónustudeild, við fyrstu hentugleika, allar breytingar, sem gerðar eru á flugáætlununum vegna blindflugs eða stjórnaðs sjónflugs.
 
Ath.: Ef FPL er lagt inn til að fá flugumferðarstjórnarþjónustu skal loftfarið bíða eftir flugheimild áður en flugi er haldið áfram í samræmi við breytta flugáætlun. Ef FPL er lagt inn til að fá flugupplýsingaþjónustu skal loftfarið bíða eftir staðfestingu á móttöku frá viðkomandi þjónustuaðila.